Egils saga, AM 162 A fol. θ

From Icelandic Parsed Historical Corpus (IcePaHC)
Revision as of 13:34, 1 June 2010 by Hulda (Talk | contribs)

Jump to: navigation, search

Nú fara fyrst sagði hann svo sem mér þykir skulda til bera. En það er líklegast konungur að ég vitja hingað þessa heita. Þá er ég þykist við komast. Konungur bað hann svo gera. Síðan bjóst Egill braut með liði sínu. En margt dvaldist eftir með Aðalsteini konungi. hafði Egill þá eitt lang skip mikið. og á hundrað mann eða vel svo. En er hann var búinn ferðar sinnar og byr gaf þá hélt hann til hafs. Skildust þeir Aðalsteinn konungur með vináttu mikilli. Bað hann Egil koma skjótt aftur. Egill sagði að svo skyldi vera að hann skyldi aftur koma þegar er eigi bannaði skyld nauðsyn. Síðan fór Egill ferðar sinnar og hélt til Noregs. En er hann kom við land. þá fór hann þegar sem skyndilegast í Fjörðu. Hann spurði þau tíðindi að andaður var Þórir hersir Hróaldsson. En Arinbjörn hafði tekið við arfi og hafði hann gerst lendur maður konungs. Egill fór á fund Arinbjarnar. og fékk þar góðar viðtökur. Bauð Arinbjörn honum með sér að vera. En Egill þekktist það. lét hann setja upp skip sitt. og vistaði lið sitt. En hann fór til Arinbjarnar með tólfta mann. og var með honum eftir um veturinn. Bergönundur son Þorgeirs þyrni fótar hafði þá fengið Gunnhildar dóttur Bjarnar hölds. Var hún komin til bús með honum á Aski. En Ásgerður Bjarnar dóttir er átt hafði Þórólf Skalla Gríms son var þá með Arinbirni frænda sínum. Þau Þórólfur áttu dóttur unga er Þórdís hét. var mærin þar með móður sinni. Egill sagði Ásgerði fall Þórólfs. og bauð henni um sjá sína. Ásgerður varð hrygg mjög við þá sögu. En svaraði vel ræðum Egils. ok tók lítinn af öllu. En er á leið haustið þá gerðist Egill ókátur. þögull og drakk oftast lítt. En sat oft og drap höfðinu niður í feld sinn. Eitt hvert sinn gekk Arinbjörn til hans og spurði hann hvað til bar er hann var svo ókátur. En þótt þú sagði hann hafir fengið skaða mikinn um bróður þinn. þá er það karlmannlegt að berast slíkt vel. Skal maður eftir mann lifa. Eða hvað kveður þú nú. láttu mig heyra það. Egill sagði að hann hafði það þá kveðið fyr skemmstu. Verð ég í feld þá er foldar faldur kemur í hug skáldi berg Óneris brúna bratt miðstalli hváta. Arinbjörn spurði hver kona sú væri er hann orti mansöng um. Eða hefir þú fólgið nafn hennar í vísu þessi. þá kvað Egill. Sef Skuldar fel ég sjaldan sorg Lés vita borgar í níð erfi Narfa nafn aurmýils drafnar. því að geirrótu götva gnýþings bragar fingrum rógs að ræsis veigum reifendur sumir þreifa Hér mun vera sagði Egill svo sem oft er mælt. að segjanda er allt sínum vin. Ég mun segja þér það er þú spyrð um hverja konu ég yrkja þar er Ásgerður frændkona þín. Og þar vildi ég hafa fullting þitt til með mér að ég næði ráði því. Arinbjörn segir að honum þykir það vel fundið. Skal ég víst sagði hann leggja þar orð til að það ráð megi takast. Síðan bar Egill upp mál það fyr Ásgerði. En hún skaut til ráða föður síns. og þeirra Arinbjarnar frænda hennar. Síðan ræðir Arinbjörn þetta mál við Ásgerði. og hafði hún en sömu svör fyrir sér. En Arinbjörn fýsti þessa máls í hverju orði. Síðan fara þeir Arinbjörn og Egill á fund Bjarnar og hefur Egill þar upp bónorð. bað Ásgerðar dóttur Bjarnar. og Björn tók því máli vel. Sagði að Arinbjörn myndi þar miklu af ráða með honum. En Arinbjörn hvatti þessa mjög. lauk því máli svo að Egill fastnaði sér Ásgerði og skyldi brullaup það vera með Arinbirni. En er að þeirri stefnu kom. þá var þar veisla allrisuleg er Egill kvongaðist. Var hann þá allkátur það er eftir var vetrarins.

Frá Agli Egill bjó þá um vorið kaup skip og bjóst til Íslands ferðar. Réð Arinbjörn honum það að staðfestast ekki í Noregi meðan ríki Gunnhildar var svo mikið. Því að henni er sagði Arinbjörn allþungt til þín og hefir þetta mikið spillt er þér Eyvindur skreyja fundust fyr í Jótlandi. En er Egill var búinn og byr gaf. þá siglir hann í haf. og greiddist vel hans ferð. kemur um haustið til Íslands. og hélt til Borgar fjarðar. hann hafði þá verið utan tólf vetur. Gerðist Skalla Grímur þá maður gamall. Varð hann þá feginn er Egill kom heim. Fór Egill til vistar til Borgar. og með honum Þorfinnur inn strangi. og þeir saman menn mjög margir. Voru þeir með Skalla Grími allir um veturinn. Egill hafði ógrynni lausa fjár. En ekki er þess getið að Egill skipti silfri því er Aðalsteinn konungur hafði fengið í hendur honum hvorki við Skalla Grím né aðra menn. Þann vetur fékk Þorfinnur inn strangi Sæunnar dóttur Skalla Gríms. En eftir um vorið fékk Skalla Grímur þeim bú stað að Langár fossi. og land inn frá Leirulæk. milli Lang ár og Álft ár allt til fjalls upp. Dóttir Þorfinns og Sæunnar var Þórdís er að [...]


[...]og þeir bræður. og hafði lið með sér. En er þinga skyldi um mál manna. þá gengu hvorir tveggju þar til er dómurinn var settur. og flytja þá fram hvorir sannindi sín. Var Önundur allstór orður. þar er dómurinn var settur var völlur sléttur. En settar niður heslis stengur í völlinn í hring. En lögð um snæri utan allt um hverfis. Voru það kölluð vébönd. En fyr innan í hringinum sátu dómendur tólf úr Firða fylki. og tólf úr Sygna fylki tólf úr Hörða fylki. Þær þrennar tylftir manna skyldu þar dæma um mál manna. Arinbjörn réð því hverjir dómendur voru úr Firða fylki. En Þórður af Aurlandi. hverjir úr Sognu voru. Voru þeir allir eins liðs. Arinbjörn hafði haft fjölmenni mikið til þingsins. hann hafði snekkju alskipaða. En hafði margt smáskipa. skútur og róðrar ferjur. er búendur stýrðu. Eiríkur konungur hafði þar mikið lið. langskip sex eða sjö. Þar var og fjölmenni mikið af búöndum. Egill hóf þar mál sitt. að hann krafði dómendur að dæma sé lög af máli þeirra Önundar. Innti hann þá upp hver sannindi hann hafði í til kall fjár þess er átt hafði Björn Brynjólfs son. Sagði hann að Ásgerður dóttir Bjarnar. en eiginkona Egils, var til komin arfsins. og hún væri óðalborin. og lendborin í allar kynkvíslir. En tiginborin fram í ættir. krafði hann þess dómendur að dæma Ásgerði til handa hálfan arf Bjarnar lönd og lausa aura. En er hann hætti ræðu sinni. þá tók Berg Önundur til máls. Gunnhildur kona mín sagði hann er dóttir Bjarnar og Ólafar þeirrar konu er Björn hafði lög fengið. er Gunnhildur réttur erfingi Bjarnar. Tók ég fyr þá sök upp fé það allt er Björn hafði eftir átt. að ég vissi að sú ein var dóttir Bjarnar önnur, er ekki átti arf að taka. Var móðir hennar hernumin. En síðan tekin frillu taki. og ekki að frænda ráði. og flutt landi af. En þú Egill ætlar að fara hér sem hvarvetna annars staðar þess er þú hefir komið með of kapp þitt og ójafnað. Nú mun þér það hér ekki týja því að Eiríkur konungur og Gunnhildur drottning hafa mér því heitið. að ég skal rétt hafa af hverju máli þar er þeirra ríki stendur yfir. Ég mun færa fram sönn vitni fyr konungi og dómöndum. Að Þóra hlað hönd móðir Ásgerðar var her tekin heiman frá Þóris bróður síns. og annað sinni af Aurlandi frá Brynjólfs. Fór hún þá af landi á braut með víkingum og útlögum konungs. og í þeirri útlegð. gátu þau Björn dóttur þessa Ásgerði. Nú er furða at um Egil er hann ætlar að gera ómæt öll orð Eiríks konungs. Það fyrst að þú Egill hefir verið hér í landi síðan er Eiríkur konungur gerði þig útlægan og það þótt þú hafir fengið ambáttar. að kalla hana arf genga. Vil ég þess krefja dómendur. að þeir dæmi mér allan arf Bjarnar. En dæmi Ásgerði ambátt konungs. því að hún var svo getin að þá var faðir hennar og móðir í útlegð konungs. Þá tók Arinbjörn til máls. Vitni munum vér fram bera Eiríkur konungur til þess. og láta eiða fylgja. að það var skilið í sætt þeirra Þóris föður míns. og Bjarnar hölds. að Ásgerður dóttir þeirra Bjarnar og Þóru. var til arfs leidd eftir Björn föður sinn. og svo það sem yður er sjálfum kunnugt konungur. að þú gerðir Björn ílendan. Og öllu því máli var þá lukt er áður hafði milli staðið sættar manna. Konungur svarar ekki skjótt máli hans. Þá kvað Egill. Þý borna kveður þorna þornreið ár horna sýslir hann um sína síngirnd Önundar mína. naddhristir á ég næsta norn til arfs of borna. þig þú auða konur eiða eið sært er það greiða Arinbjörn lét þá fram bera vitnis burðinn tólf menn. og allir vel til valdir. og höfðu allir þeir heyrt á sætt þeirra Þóris og Bjarnar og buðu þá konungi og dómöndum að sverja þar eftir. dómendur vildu taka eiða þeirra. ef konungur bannaði eigi. konungur sagði að hann myndi þar hvorki að vinna að leggja á það lof eða bann. Þá tók til máls Gunnhildur drottning. Sagði svo. Þetta er undarlegt konungur. hvernug þú lætur Egil þenna inn mikla vefja mál öll fyr þér. Eða hvort myndir þú eigi móti honum mæla þótt hann kallaði til konung dómsins í hendur þér. En þótt þú viljir enga úrskurði veita þá er Önundi sé lið að. Þá skal ég það eigi þola. at Egill troði svo undir fótum vina mína að hann taki með sér rangindi sín fé þetta af Önundi. En hvar ertu Ask maður. þar þú til með sveit þína þar sem dómendur eru. og lát eigi dæma rangyndi þessi. Síðan hljóp Ask maður og þeir sveitungar til dómsins. Skáru í sundur véböndin. og brutu niður stengurnar. En hleyptu á braut dómöndunum. Þá gerðist þys mikill á þinginu. En menn voru þar allir vopn lausir. Þá mælti Egill. Hvort mun Bergönundur heyra orð mín. Heyri ég sagðu hann. Þá vil ég bjóða þér hólmgöngu. og það að við berjumst hér á þinginu. hafi sá fé þetta land og lausa aura er sigur fær. En þú ver hvers manns níðingur ef þú þorir eigi. Þá svaraði Eiríkur konungur. Ef þú Egill ert allfús til að berjast þá skulum vér það nú veita þér. Egill svaraði. Ekki vil ég ber [...]


[...]er þeir eru ósáttir. hefi ég þar til lagt mörg orð fyrir Steinar og beðið hann sættast við Þorstein, því mér hefir í hvern stað verið Þorsteinn sparari til meins eða svívirðingar. og veldur því sú en mikla ást og vinátta. og forn félags skapur er með okkur Egill hefur verið síðan er við Egill fæddumst hér upp báðir samtímis. brátt mun það reynast segir Egill, hvort þú Önundur mælir þetta af nokkrum aloga. eða er sumt af hégóma við þótt ég ætla það síður vera munu. Man ég þá daga er hvorumtveggja okkar myndi það ólíklegt þykja að við myndum sökum sækjast eða stilla eigi svo sonum okkar að þeir fari eigi með fíflsku slíkri sem ég heyri að hér horfist til. Sýnist mér það ráð meðan við erum á lífi og svo nær staddir deilu þeirra. að við tökum mál þessi undir okkur. Semjum síðan og setjum niður. En látum eigi þá Tungu Odd eða Einar etja saman sonum okkar sem kapal hestum. Látum þá annað hafa héðan í frá til fé vaxtar sér en taka á slíku. Þá stóð Önundur upp og mælti. Rétt segir þú Egill að það er okkur ó fallið. að vera á því þingi er synir okkar deila. Skal okkur aldrei það henda að vera þeir vanskörungar að sætta þá eigi. Nú vil ég Steinar að þú seljir mál öll mér í hendur. og látir mig síðan með fara sem mér sýnist. Eigi veit ég það sagði Steinar hvort ég vil kasta niður málum mínum að svo búnu. Því að ég hefi áður leitað mér liðsemdar við stórmenni. Vil ég nú svo að einu málum ljúka að það líki vel Oddi eða Einari. Síðan ræddu þeir Steinar og Oddur sín á milli. sagði Oddur svo. Efna vil ég Steinar við þig lið semd þá er ég hét þér. að veita þér til laga eða þeirra ma[...]

[...] þú þar satt að mér hafa þín forráð vel í hald komið jafnan. Skaltu nú fyrir ráða. En ekki mun ég undrast þótt báðir við iðrumst þessa síðar. Síðan seldi Steinar Önundi í hönd málin. og skyldi hann þá sækja eða sættast svo sem lög kenndu til . En þegar er Önundur réð fyrir málum þessum. þá gekk hann til fundar við þá feðga Egil og Þorstein. Nú vil ég sagði Önundur að þú Egill skapir og skerir einn allt um þessi mál sem þú vilt. Því að ég trúi þér best til að skipa mínum málum bæði þessum og öðrum. Síðan tókust þeir Önundur og Þorsteinn í hendur og nefndu sér votta. og fylgdi það vottnefnu. að Egill skyldi einn gera um mál þessi svo sem hann vill allt óskorað hér á þingi og lauk svo málum þessum. Síðan gengu menn heim til búða sinna. Þorsteinn lét leiða til búðar Egils yxn þrjú og lét þar höggva til þingnestis. En er þeir Tungu Oddur og Steinar komu heim til búðar. þá sagði Oddur svo. Nú hefir þú Steinar og ið feðgar ráðið fyrir lykt mála þinna. Nú telst ég úr laus við þig um liðveislu þá er ég hét þér því að svo var mælt með okkur. að ég skyldi veita þér svo að þú kæmir málum þínum fram eða til lykta þeirra er þér hugnaði. Hverngan veg sem þér gefst sættar gerð Egils. Steinar segir að Oddur hafi honum lið veitt. segir að þeirra vinátta skal nú sýnu betri en áður hefur verið. og vil ég sagði hann nú það kalla að þú sért laus frá öllu máli við mig því er þú varst í bundinn. En of kveldið fóru þar dómar út. og er ekki þess getið hér í frásögn. Að þar yrði né eitt til tíðinda að dómunum.


Kafli 85. Frá Agli Skalla Gríms syni og Önundi. Egill Skalla Gríms son gekk í þingbrekku um daginn eftir og með honum Þorsteinn og allur flokkur þeirra. Þar kom þá og Steinar og þeir Önundur feðgar. Tungu Oddur var þar þá. og þeir Einar báðir. En er menn höfðu þar mælt lög málum sínum. þá stóð Egill upp og mælti svo. hvort eru þeir Steinar og Önundur hér feðgar svo að þeir megi nema [o]rða skil hvað ég mæli hér. Önundur svarar. Sagði að þeir voru þar. Þá vil ég sagði Egill ljúka upp sættar gerð. milli þeirra Þorsteins sonar míns. og Steinars Sjóna sonar. Hef ég þar upp það mál er Grímur faðir minn kom hingað til lands og nam hér lönd öll um Mýrar og víða um hérað. og tók sér bústað að Borg. og ætlaði þar land eign til. En gaf vinum sínum landa kosti þar út í frá svo sem þeir byggðu síðan. Hann gaf Ána bústað að Ánabrekku. þar sem Önundur og Steinar hafa síðan búið. Vitum vér það allir Önundur og svo þú Steinar hver landa merki eru milli Borgar og Ánabrekku að þar ræður Hafslækur. Var ekki það Steinar að þú gerðir ó vitandi það er þú vildir leggja undir þig land eign Þorsteins. og hugðir að hann skyldi vera svo mikill ættleri að hann myndi vera vilja ræningi þinn. því að þú Steinar og Önundur faðir þinn. og hans faðir [þ]áðu þand af mér og Grími föður mínum. En Þorsteinn drap fyrir þér þræla þína tvo. Nú er það öllum mönnum auðsýnt að þeir hafa fallið á verkum sínum og eru þeir óbóta menn. og að heldur nú er þeir voru þrælar er þó væri svo að slíku hefði bellt frjálsir menn. En fyrir það er þú Steinar hugðist ræna myndu Þorstein land eign þeirri er ég lét koma í hendur honum. Og ég hafði áður í arf tekið eftir föður minn. þar skaltu laust láta þitt land þar að Ána brekku. og hafa eigi fé fyrir. Það skal og fylgja að þú skalt hvorki hafa bústað né vista far hér í héraði fyrir sunnan Lang á. Og vera á brottu frá Ána brekku. áður liðnir sé fardagar þessir. En falla ó heilagur fyrir Þorsteini og öllum þeim mönnum er honum vilja lið veita þegar eftir fardaga ef þú vilt eigi á braut fara eða nokkurn hlut eigi halda þann er ég hef á lagt við þig. En er Egill settist niður. þá nefndi Þorsteinn votta að gerð hans. Þá mælti Önundur sjóni: Það mun vera Egill mál manna að gerð sú er þú hefur upp sagða sé heldur skökk og oss heldur ó hagfelld. Nú er það frá mér að segja að ég hef allan mig við lagt að skirra vandræðum þeirra. En héðan í frá skal ég ekki af spara það er ég má gera til ó þurftar Þorsteini. Hitt mun ég ætla sagði Egill að hluti ykkar feðga muni vera því verri er deildir vorar standa lengur. Hugða ég Önundur að þú myndir það vita að ég hef haldið réttu máli fyrir þeim mönnum er stærri bokkar hafa verið en svo sem þið feðgar eruð. En Oddur og Einar er dregist hafa til svo mjög til þessa máls munu hér skapnaðar virðing hafa hlotið af því.


86.kafli Þorgeir blundur systur son Egils var þar á þinginu og hafði gengið hart að liðveislu við Þorstein. hann bað Egil og þá Þorstein koma sér til stað festu út þangað á Mýrar. hann bjó áður fyrir sunnan Hvít á fyrir neðan Blunds vatn. Egill tók vel á því. og fýsti Þorstein að þeir léti hann þangað fara. Egill setti Þorgeir blund niður að Ána brekku. En Steinar færði bústað sinn út yfir Lang á. og settist niður að Leiru læk. En Egill reið heim suður á Nes eftir þingið með flokk sinn. og skildust þeir feðgar með kærleik.Maður sá var með Þorsteini er kallaður var Íri hverjum manni fót hvatari og manna skyggnastur. hann var útlendur og leysingi Þorsteins. en þó hafði hann fjár gæslur. og mest það að safna geld fé upp á vorum. En ofan á haust til rétta. En þá um vorið eftir fardaga. lét Þorsteinn safna geld fé því er eftir hafði orðið um vorið. og ætlaði síðan að láta reka það til fjalls upp. Íri var í fjár réttinum. en Þorsteinn og húskarlar hans með honum reið upp til fjalls. og voru þeir átta saman. Þorsteinn lét gerða garð um þvera Grísar tungu milli Langa vatns og Gljúfur á. lét Þorsteinn þar að vera marga menn um vorið því að það er löng leið að gerða. Ætlaði Þorsteinn að hafa þar lambhaga því að Þorsteinn hafði örgrynni sauðfjár. En er Þorsteinn hafði litið yfir verk húskarla sinna. þá reið hann heim. En er hann kom gegnt þing stöð þá kom þar Íri hlaupandi móti honum. og sagði að hann vill mæla ein mæli við Þorstein. Þorsteinn bað förunauta sína ríða fyrir fram meðan þeir töluðu. Íri sagði Þorsteini að hann hefði um daginn farið upp á Einkunnir og séð til sauða. Ég sá sagði hann í skóginum fyr ofan vetur götu að skinu við tólf spjót. og eigi var mér grunlaust nema skildir nokkrir myndu vera þar. Þorsteinn svarði hátt svo að förunautar hans heyrðu. hvað myndi honum nú svo annt að hitta mig. að ég megi eigi ríða heim leiðar minnar. En þó mun Ölvaldi þykja u

Text from Bjarni Einarsson, 2001 Kobenhavn